Hrönn Róbertsdóttir er eigandi stofunnar. Hún hóf störf sem tannlæknir árið 1999.
Hrönn vinnur mest við forvarna- og útlitstannlækningar auk léttra réttinga á framtönnum. Hún sinnir einnig almennum tannlækningum.
Hrönn er félagi í evrópska útlitstannlæknafélaginu (ESCD), sem og hinu ameríska (AACD) og fulltrúi Íslands í stjórn þess evrópska. Hún er félagi í EAO, og ITI study group.
Hrönn hefur verið virkur félagsmaður í Tannlæknafélagi Íslands og var í ársþings- og endurmenntunarnefnd þess árin 2010-2014 og formaður nefndarinnar 2012. Hrönn hefur setið í stjórn Tannlæknafélagsins frá 2012.
Hrönn er mjög ötul í endurmenntun og sækir 3-4 námskeið að meðaltali á ári.
Auk Hrannar starfa á stofunni tveir aðrir tannlæknar, þær Hrafnhildur Birna Þórsdóttir og Hafdís Björk Jónsdóttir. Tannlæknarnir hafa allir sín sérsvið en vinna í sameiningu að því að veita sem besta þjónustu – fyrir hvern og einn.
Sendu okkur línu eða hringdu í okkur ef þú hefur einhverjar spurningar. Okkur finnst gaman í vinnunni og njótum þess að hjálpa þér.
Brosið tannlæknastofa er staðsett á Hlíðasmára 19 (4. hæð) í Kópavogi, síminn hjá okkur er 566 6406.
Við hlökkum til að sjá þig.